Sagan er öll svo dásamleg og myndræn. Fyrir nokkrum árum kom út mynd eftir bókinni og mér fannst ótrúlega skemmtilegt að horfa á hana og sjá einhvernvegin allt sem ég hafði ýmindað mér þegar ég las hana verða að raunveruleika. Ég lofa ykkur því að þið verðið ekki fyrir vonbrigðum ef þið lesið bókina.
Svo las ég líka frábæran krimma sem heitir Þrír dagar í október og er eftir Fritz Má Jörgensson.
(bróður minn)Sagan er ótrúlega spennandi og heldur manni vel vakandi. Þetta er ein af þeim glæpasögum sem ekki er hægt að leggja frá sér fyrr en hún er búin. Mæli sko með þessari.
1 comment:
Ummm bækur.
Hvað ég vildi að ég hefði tíma til að lesa. Get ekki beðið eftir jólafríinu þá verður sko lesið!
Gaman að lesa um bækur, ætla að muna eftir þessum næst þegar ég fer á stúfana í leit að lesefni.
Post a Comment