Sagan fjallar svo um þessa blekkingu og þá sem eiga í hlut. Þessi bók er svolítið sérstök en ég get alveg mælt með henni. Allavega finnst mér gaman að lesa bækur sem eru svolítið öðruvísi.
Sá í blaðinu í dag að nýja bókin hans Arnalds Indriðasonar er komin út og er ég að hugsa um að drífa mig í búð um helgina og splæsa henni á mig.
Annars hefur maður lítinn tíma til að lesa þessa dagana því það er mikið læra, en gott að eiga eitthvað að lesa í jólafríinu sem nálgast óðum.
Kveðja Sólveig.
1 comment:
Ég ætla að panta bókina hans Arnalds í jólagjöf. Rosalega góður dómur sem hún fékk í Mogganum. Líst vel á bókina sem þú lístir í síðasta bloggi, er að spá í að kíkja á hana við fyrsta tækifæri.
Sirrý
Post a Comment