Hlakka til þegar þær koma á bókasafnið ef ég hef þá tíma til að lesa, það verður örugglega allt komið á fullt í náminu þegar það gerist. Í jólafríinu ætla ég sko að lesa, er að sanka að mér bókum til að eiga þá, vonandi fá vinir og vandamenn mikið af bókum í jólagjöf svo hægt er að skiptast á með þær. Las eina góða bók í sumar en hún heitir Leynda kvöldmáltíðin og er eftir Javier Sierra. Mér fannst þessi bók skemmtileg og spennandi og get mælt með henni en maðurinn minn var ekki eins hrifinn en svona er þetta fólk hefur mismunandi smekk. Ef þið hafið ekki lesið bækurnar hennar Kristínar Marju Baldursdóttur þá mæli ég með því að þær verði lesnar, sérstaklega fannst mér bókin Hús úr húsi vera skemmtileg og heillandi, sama má segja um Mávahlátur. Mér finnst allar bækurnar hennar Kristínar vera einstaklega vel skrifaðar og grípandi.
Saturday, November 10, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment