Wednesday, November 7, 2007

Bókablogg

Jæja loksins er tími til að setjast niður og pústa aðeins nú þegar maður er búin að skila lokaverkefninu í vinnulagi og áður en hafist er handa af alvöru við internetsverkefnið.  Já það er brjálað að gera þegar maður er í skóla og með fjölskyldu og hund og páfagauk og stórt hús sem þarf að þrífa.  Mamma kom í dag og var hjá skvísunni minni sem er veik á meðan ég fór niður í háskóla að skila verkefninu og þegar ég kom aftur heim var mín búin að þrífa.  Já allt ryksugað og vel þurrkað af öllu og búið að fá eldri börnunum hreingerningverkefni og flest komið á sinn stað, já þessar mömmur hvað gerði maður án þeirra?  Síðustu kvöldin er maðurinn minn búin að sjá um að lesa fyrir börnin áður en þau fara að lúlla út af miklu álagi hjá móðurinni en sem sagt í kvöld var komið að mér að lesa og þá er komið að bókablogginu. Í gær birtist pabbi með bók sem ég og bræður mínir lásum aftur og aftur þegar við vorum lítil. Þessi bók heitir Pipp í fjársjóðsleit og ég byrjaði sem sagt að lesa hana í kvöld og þvílík nostalgía ég hvarf til baka um nokkur ár og krakkarnir voru hálf undrandi á mömmu sinni hvað hún nennti að lesa MIKIÐ og hefði getað lesið lengur ef klukkan hefði ekki verið orðin svona margt og mikið og kominn háttatími fyrir börn en ég get mælt með Pipp bókunum og ég hlakka til að lesa næstu kafla fyrir snúllurnar mínar.

No comments: