Um daginn keypti ég mér svo dvd myndina um Ilminn og er hún líka frábær. Mæli með að lesa fyrst bókina og horfa svo á myndina. Segi ykkur svo frá fleiri uppáhaldsbókum næst.
Friday, November 2, 2007
Uppáhaldsbækur.
Ég á mér nokkrar uppáhaldsbækur og sumar hef ég lesið aftur og aftur. Ein af þeim er Ilmurinn eftir Patrick Süskind. Hún á að gerast á 18 öld og segir frá Jean-Baptiste Grenouille og hans einstaka lyktarskyni, hann þekkir hverja einustu lykt og nýtir sér það til að búa til ótrúlega góð ilmvötn. Sjálfur er hann algerlega lyktarlaus og til að búa til ilm á sig fremur hann hryllileg ódæðisverk. Bókin er vel skrifuð og heldur athygli manns allan tímann.
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment