Tuesday, October 30, 2007

Saffraneldhúsið

Verð að segja ykkur frá alveg frábærri bók sem ég las fyrir stuttu,  Mig langaði bara ekki að leggja hana frá mér og hlakkaði til að kúra upp í sófa með teppi og lesa og lesa og lesa.  Bókin sem er svona frábær heitir Saffraneldhúsið og er um samband mæðgnanna Maryam og Söru og hvernig þeim tekst að leysa og vinna úr sínum málum.
Bókin er bæði hugljúf og heillandi og hvet ég alla til að lesa hana.  Nú þegar það er brjálað að gera hjá nemendum H.Í í verkefnavinnu og þvíumlíku er nauðsynlegt að hafa eina svona bók til að lesa og hvíla hugann þegar upp í rúm er komið.   
Þurfti að fara í Bóksölu stúdenta í dag sem er ekki frásögu færandi nema hvað þegar ég beið í röðinni þá sá ég að það var komin ný kilja í seríunni um kvenspæjarastofu 1 og auðvitað keypti ég mér hana.  Hún heitir Blue Shoes and Happiness og ég ætla að segja ykkur hvernig hún er og hvort hægt sé að mæla með henni þegar ég er búin að lesa hana.  Jæja þetta er gott í dag meira síðar.

No comments: